Gelding Laugarvegarins
Konni er einlægur vinur Laugavegarins. Nú eru blikur á lofti. Borgaryfirvöld núverandi og sérstaklega fyrrverandi hafa haft uppi áform um niðurrif gamalla húsa í stórum stíl. Þetta niðurrif mun á endanum gera Laugaveginn að náttúrulausri götu. Gelding Laugavegarins var blessuð af því fólki sem Konni hélt að hefði smekk fyrir umhverfinu þ.e. R-listanum. Konni hélt að það hefði verið einmitt það fólk sem bjargaði Grjótaþorpinu og Bernhöftstorfunni. Kannski það sé vitleysa en allavega lagði R-listinn drög að geldingu götunnar.
Hvert förum við þegar við erum stödd í borgum eða litlum bæjum á erlendri grundu? Jú, við förum í gömlu bæjarhlutana. Jafnvel borgir sem voru sprengdar í tætlur í stríðinu hafa verið endurbyggðar í gömlum stíl. Við Reykvíkingar erum hins vegar orðnir svo samdauna slömmarkitektúrnum sem marka flest ný hverfi borgarinnar að enginn segir neitt þegar rústa á þeirri götu sem ætti að vera okkur hjartfólgnust. Reyndar hefur Konni smekklausa eigendur þessara lóða grunaða að þrýsta verulega á yfirvöld en þeir sem ráða eiga að vaka yfir velferð borgarinnar. Álíka slys er að verða að veruleika á gamla slippsvæðinu. Ef til vill er ástæðuna að finna í almennu sinnuleysi okkar og smekkleysi. Fagurfræði er okkur ekki í blóð borin það eru helst bókmenntirnar sem við Íslendingar kunnum eitthvað á.
Nýju hverfi borgarinnar eru í einu orði sagt ómanneskjuleg. Ég þekki konu sem flutti úr vesturbænum og upp í Grafarholt. Hún fékk sjokk. Hver fer í bíltúr eða göngutúr upp Grafarvog? Hver sækir sér andlega upplyftingu í Breiðholtið eða Kópavog? Svo ætla menn að rústa Laugaveginum.
Konni er reiður!
Kveðja
Konni